Ösp frá Háholti

MÓBRÚNSTJÖRNÓTT

Ösp komst í eigu Fetbúsins árið 2002.
Ösp hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi árið 2011. 
Um afkvæmi hennar er sagt: Ösp gefur hross í meðallagi að stærð með skarpt og svipgott höfuð. Hálsinn er hátt settur við háar herðar, bakið sterkt og lendin djúp og öflug. Afkvæmin eru hlutfallarétt og fótahá. Fætur eru þurrir en nágengir. Hófar eru þokkalegir en prúðleiki frekar slakur. Ösp gefur rúmt og taktgott tölt og taktgott brokk. Fjölhæfni skiptist í tvö horn, tvö afkvæmanna eru flugvökur. Viljinn er léttur og samvinnuþýður og afkvæmin fara vel í reið.

Ösp frá Háholti gefur svipgóð vel gerð hross með hátt settan háls og öfluga lendarbyggingu. Tvö afkvæmanna eru alhliðagæðingar í fremstu röð. Ösp hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og áttunda sætið.

María frá Feti(8.49) er hennar hæst dæmda afkvæmi Aspar en hún sigraði 5 vetra flokk hryssna á Landsmóti 2011. Einnig má til gamans geta að Már frá Feti varð íslandsmeistari í gæðingaskeiði 2013. Tvær dætur Aspar eru í ræktun hér á Feti það eru þær Aþena(8.02) dóttir Orra frá Þúfu og Hekla (8.25) dóttir Vilmundar frá Feti.

Ösp var felld vorið 2020.

Aðaleinkunn : 8.39

Höfuð : 8
Háls/herðar/bógar : 8.5
Bak og lend : 7.5
Samræmi : 8
Fótagerð : 8
Réttleiki : 8
Hófar : 8.5
Prúðleiki : 6

 

Sköpulag : 8.09

Tölt : 8.5
Brokk : 8.5
Skeið : 9
Stökk : 8.5
Vilji og geðslag : 9
Fegurð í reið : 8
Fet : 8.5

Hægt tölt : 8

Hæfileikar : 8.60

Afkvæmi

Fæðingarnúmer

IS2002288026

IS2003186923

IS2004286903

IS2005286910

IS2006286909

IS2007186921

IS2008286915

IS2009286913

IS2010286922

IS2011286903

IS2013286910

IS2014286908

IS2015186904

IS2016186902

IS2018286902

Nafn

Salka frá Háholti

Már frá Feti

Lind frá Feti

María frá Feti

Aþena frá Feti

Nafni frá Feti

Ester frá Feti

Hekla frá Feti

Myrra frá Feti

Hátíð frá Feti

Malín frá Feti

Marsibil frá Feti

Öder frá Feti

Karvel frá Feti

Ugla frá Feti

Aðaleinkunn / BLUP

7.99

8.40

7.72

8.49

8.02

8.02

8.12

8.25

112

110

8.32

113

108

117

117

Faðir

Roði frá Múla (8.07)

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34)

Leiknir frá Vakurstöðum (8.28)

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34)

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34)

Vilmundur frá Feti (8.56)

Vilmundur frá Feti (8.56)

Vilmundur frá Feti (8.56)

Hróður frá Refsstöðum (8.39)

Hrannar frá Þorlákshöfn (8.55)

Kiljan frá Steinnesi (8.78)

Ómur frá Kvistum (8.61)

Glóðafeykir frá Halakoti (8.75)

Arion frá Eystra-Fróðholti (8.91)

Máfur frá Kjarri (8.49)

  • Fæðingarnúmer IS1995288026
  • Kynbótamat 116
  • Faðir Þytur frá Hóli (8.47)
  • Móðir Kylja frá Háholti (7.55)