Unnur frá Feti

BRÚNSTJÖRNÓTT

Unnur er undan Freymóði frá Feti og Gústu frá Feti. Freymóður er undan Roða frá Múla og móðir hans er Frá frá Feti (Kraflarsdóttir). Gústa er einnig undan Kraflari frá Miðsitju, því má segja að það sé mjög mikill Kraflar í Unni.

Unnur fór í sinn hæsta dóm árið 2014, en hún hlaut þá 8,20 og náði lágmörkum fyrir landsmót sama ár. Unnur mætti einnig talsvert í keppni og hefur hlotið 7 í tölti og 6.70 í fjórgangi.

Unnur er einstök meri. Hún er bæði stór og myndarleg, virkilega samstarfsfús og er með frábært tölt. Hún er nákvæmlega eins og hestur á að vera, bæði fyrir skemmtireið, keppni og ræktun.

Aðaleinkunn : 8.20

Höfuð : 8
Háls/herðar/bógar : 8.5
Bak og lend : 8
Samræmi : 8.5
Fótagerð : 7.5
Réttleiki : 8
Hófar : 8.5
Prúðleiki : 7.5

 

Sköpulag : 8.20

Tölt : 9
Brokk : 8.5
Skeið : 5
Stökk : 8
Vilji og geðslag : 9
Fegurð í reið : 9
Fet : 9

Hægt tölt : 8.5
Hægt stökk : 8.5

Hæfileikar : 8.20

Afkvæmi

Fæðingarnúmer

IS2017286902

IS2018

Nafn

Úlfbrún frá Feti

Aðaleinkunn / BLUP

110

Faðir

Straumur frá Feti (8.42)

Boði frá Breiðholti, Gbr (8.24)

  • Fæðingarnúmer IS2008286905
  • Kynbótamat 112
  • Faðir Freymóður frá Feti (8.33)
  • Móðir Gústa frá Feti (7.63)