/ by /   Fréttir / 0 comments

Fjögra vetra Sigyn frá Feti

Í vor og sumar höfum við sýnt 11 kynbótahross úr hesthúsinu hjá okkur en einnig hafa verið sýnd hross frá Feti út í heimi svo allt í allt eru þetta 15 hross sem hafa verið sýnd frá Feti í ár.

Ein af þessum var hin 4 vetra Sigyn frá Feti. Hún fékk 8.25 fyrir byggingu, þar af 9 fyrir háls herðar og bóga, og 8.33 fyrir kosti, 8.5 fyrir tölt, brokk, stökk og fegurð í reið, 9 fyrir vilja og 8 fyrir skeið – aðaleinkun 8.30

Sigyn er undan Óm frá Kvistum og heiðursverðlauna hryssunni Vigdísi frá Feti sem gerir Sigyn að systir heiðursverðlaunahestsins Vilmundar frá Feti. Við erum ótrúlega ánægð með þetta hæfileikaríka tryppi. Hún bar strax af í stóðinu vetur gömul og höfum við alltaf haft tröllatrú á henni. 

SHARE THIS