Fet Horsebreeding

UM FETSBÚIÐ

Hrossaræktarbúið á Feti er þátttakandi í gæðavottunarkerfi Landgræðslunnar og öll hross eru frost- og örmerkt og skráð í gagnagrunninn Worldfeng.

Á Feti hefur verið starfrækt hrossarækt í rúman aldarfjórðung en árið 2007 tók Karl Wernersson við sem eigandi þess. Ræktunin stendur á styrkum stoðum Sauðárkrókslínunnar og má þar nefna Kröflu frá Miðsitju og Orra frá Þúfu. Fjöldi gæðinga hefur orðið til á Feti enda er lögð áhersla á að rækta framfalleg, sköruleg hross með gott tölt og gott geðslag.

Til gamans má geta að á Feti hafa verið ræktuð rúmlega 130 1. verðlauna hross og 6 heiðursverðlauna hross. Fet hefur verið tilnefnt oftast ræktunarbúa eða alls 20 sinnum og hlotið titilinn 3 sinnum, það voru árin 1998, 2004 og 2007.

 

Mikið hefur verið lagt í uppbyggingu aðstöðunnar á undanförnum árum. Meðal annars er búið að girða allar lendur að nýju og nú með þarfir hrossaræktunar að leiðarljósi. Tvö hesthús eru á staðnum, rúmgóð reiðhöll og önnur minni reiðskemma sem nýtist fyrst og fremst til for- og frumtamninga. Fet landið er um 320 ha og einnig er Lindarbær í eigu Fets sem er rétt yfir 200 ha.

 

Í dag fæðast um 25 folöld á ári á Feti og fjöldi hrossa kemur til dóms ár hvert. Mikil áhersla er lögð á að sýna hrossin ung og eru langflest hrossin sem sýnd eru frá Feti 4 og 5 vetra. Frá því að starfsemi hófst á Feti hafa verið þar fastráðnir tamningamenn og í dag starfa allt að þrír tamningamenn við búið að staðaldri. Hin seinni ár hefur áherslan einnig færst yfir á hringvöllinn og hefur mikið af farsælum keppnishrossum komið frá Feti. Fet hefur tvisvar sinnum verið tilnefnt sem keppnishestabú ársins.

Hross frá Feti hafa verið flutt út um allan heim og má finna allar upplýsingar um afdrif, ættir og uppruna þeirra í gagnagrunni Bændasamtakanna www.worldfengur.com.

Fet er staðsett á Suðurlandi, við þjóðveg 1 rétt við Rauðalæk áður en komið er að Hellu.

b9dc189b2dba9d0be59430b1b3ba6692

VILMUNDUR FRÁ FETI

 

Tveir graðhestar hafa hlotið heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Það eru þeir Vilmundur og Þristur frá Feti.

Vilmundur hlaut Sleipnisbikarinn árið 2014 sem eru æðstu ræktunarverðlaun sem stóðhestur getur hlotið. Hann fluttist búferlum til Þýskalands árið 2015 og sinnir nú hryssum ytra með stakri prýði. Vigdís, móðir Vilmundar hefur einnig hlotið heiðursverðlaun fyrir afkvæmi, sem og dóttir hennar Arney ásamt Þernu og Bringu frá Feti. Einnig hefur Ösp frá Háholti hlotið heiðursverðlaun en hún er í eigu búsins.

Fetsbúið átti á sínum tíma hluti í Orra frá Þúfu og hefur Orri reynst afskaplega farsæll í ræktuninni á Feti og skilað mörgum gæðingnum.

Nokkrar aðkeyptar hryssur í upphafi ræktunarstarfsins hafa reynst gríðarlega vel. Til dæmis Ásdís frá Neðra-Ási, Ísafold frá Sigríðarstöðum og Hrund frá Skálmholti svo einhverjar séu nefndar.

 

EIGENDUR FETS

Snemma árs 2007 eignaðist Karl Wernersson og fjölskylda Fet.

Karl er ástríðufullur ræktandi sem hefur mikinn áhuga á öllu er lítur að ræktun íslenska hestsins. Hann er metnaðarfullur og leggur mikla áherslu á að vel sé að öllu staðið er lítur að úrvinnslu hrossa, sem og almennum rekstri búsins.

Karl er keppnismaður og er stefnan ætíð sett hátt hvert ár fyrir sig. Hann elskar að vera í sveitinni í kringum hestinn og njóta hans í bland við náttúruna.

_p9r6812-copy

FÓLKIÐ Á FETI

14642271_10211099955203902_1328162521092485881_n

Ólafur Andri Guðmundsson

BÚSTJÓRI

Ólafur er fæddur og uppalinn vestur í Dölum. Ólafur ólst upp í kringum hesta frá barnæsku og byrjar snemma að ríða út og temja þau hross sem voru ræktuð af fjölskyldunni. Hann útskrifast sem reiðkennari frá Hólum 2009 og byrjar að vinna á Feti sumarið 2011 og tekur við rekstri búsins árið 2014. Ólafur hefur sýnt fjölda kynbótahrossa og gert einnig góða hluti á keppnisbrautinni. 

13631522_10157204322660790_8417642550796988791_n

Bylgja Gauksdóttir

ÞJÁLFARI

Bylgja er fædd og uppalin í Garðabæ. Bylgja er komin af hestafólki og byrjaði snemma að temja og þjálfa hesta fjölskyldunnar. Hún útskrifaðist sem tamningamaður frá Hólum 2008. Bylgja hefur gert það gott á kynbóta og keppnisbrautinni undanfarin ár. Hún reið til dæmis í töltúrslitum á síðastliðnu landsmóti á gæðingnum Straum frá Feti og endaði í 4. sæti á Íslandsmóti sama ár.

fet-qp9a0103

Annað starfsfólk

UMHIRÐA OG ÞJÁLFUN

Við erum ávallt með gott starfsfólk með okkur í hesthúsinu sem sér um daglegan rekstur og þjálfun á búshrossunum.