/ by /   Fréttir / 0 comments

Fyrsta folald sumarsins

Það er alltaf jafn spennandi þegar folöldin fara að koma í heiminn, en hér á bæ markar það upphaf sumarsins. 

Fyrsta folaldið kom í heiminn 30. apríl, en það var brúnskjóttur hestur undan Vordísi frá Þúfu og Stála frá Kjarri.

Í sumar eigum við von á 18 folöldum og er alltaf jafnskemmtilegt að fylgjast með þeim og sjá hvort ræktunarmarkmiðinu hafi verið náð.

SHARE THIS