Hildur frá Feti

BRÚN

Hildur frá Feti er undan Storm frá Leirulæk og Fingurbjörg frá Feti. Fingurbjörg er síðan undan Font frá Feti og Skiptingu frá Kýrholti.

Hildur fór í fyrstu verðlaun um vorið þegar hún var fimm vetra. Um vorið 2016 nær hún lágmörkum fyrir landsmót í 6 vetra flokk, 8.36. Á landsmótinu bætti hún um betur og hækkaði aðaleinkunn sína í 8.52 og endaði 3 í sínum flokk.

Hildur er uppáhaldshryssa á búinu, ljúf og meðfærileg sem allir geta notið og einnig hægt að setja í fluggírinn ef eftir því er óskað. Hennar hæstu einkunnir voru fyrir tölt 9, skeið 9,5 og vilja og geðslag 9.

Aðaleinkunn : 8.52

Höfuð : 8
Háls/herðar/bógar : 9
Bak og lend : 8.5
Samræmi : 8.5
Fótagerð : 8
Réttleiki : 8
Hófar : 8
Prúðleiki : 7

 

Sköpulag : 8.34

Tölt : 9
Brokk : 7.5
Skeið : 9.5
Stökk : 7.5
Vilji og geðslag : 9
Fegurð í reið : 8.5
Fet : 8

Hægt tölt : 8
Hægt stökk : 7.5

Hæfileikar : 8.63

Afkvæmi

Fæðingarnúmer

IS2018

Nafn

Aðaleinkunn / BLUP

Faðir

Stekkur frá Skák (8.66)

  • Fæðingarnúmer IS2010286910
  • Kynbótamat 121
  • Faðir Stormur frá Leirulæk (8.20)
  • Móðir Fingurbjörg frá Feti (7.90)