Jónína frá Feti

BRÚN

Jónína er ein af flaggskipum Fetsbúsins. Jónína er dóttir Roða frá Múla og Vofu frá Engihlíð sem er síðan dóttur Adams frá Meðalfelli.

Jónína var sýnd 4 vetra og fór hún beint í 1.verðlaun 8.25 fyrir hæfileika þar af 9 fyrir tölt. Seinna það sumar á Landsmóti á Vindheimamelum var hún efst í flokki 4 vetra hryssna. 5 vetra var hún sýnd aftur og fékk fyrir hæfileika 8.53, þar af 9.5 fyrir tölt.
Ákveðið var að sýna hana aftur 7 vetra áður en hún færi í folaldseignir og hækkaði hún enn eða í 8.68 fyrir hæfileika. Þar með var hún orðin hæst dæmda klárhryssa í Íslandshestaheiminum. Til gamans má geta að Jónína reið til úrslita í tölti á Íslandsmóti 2008, þá einungis 6 vetra gömul.

Byrjað er að temja afkvæmi Jónínu og lofar það virkilega góðu. Jónína er heimsþekkt fyrir fasmikla framkomu, fótaburð og glæsileika. 

 

Aðaleinkunn : 8.59

Höfuð : 8.5
Háls/herðar/bógar : 9
Bak og lend : 8
Samræmi : 8.5
Fótagerð : 8
Réttleiki : 8
Hófar : 8.5
Prúðleiki : 8

 

Sköpulag : 8.46

Tölt : 9.5
Brokk : 9
Skeið : 5
Stökk : 9
Vilji og geðslag : 9.5
Fegurð í reið : 9.5
Fet : 7.5

Hægt tölt : 9
Hægt stökk : 8.5

Hæfileikar : 8.68

Afkvæmi

Fæðingarnúmer

IS2010286901

IS2011286901

IS2012286901

IS2013186901

IS2014186901

IS2015186901

IS2016186901

Nafn

Nína frá Feti

Ásdís frá Feti

Embla frá Feti

Loftur frá Feti

Andri frá Feti

Draumur frá Feti

Höfði frá Feti

Aðaleinkunn / BLUP

8.20

8.13

8.03

112

115

121

117

Faðir

Ómur frá Kvistum (8.61)

Orri frá Þúfu í Landeyjum (8.34)

Kiljan frá Steinnesi (8.78)

Loki frá Selfossi (8.43)

Stáli frá Kjarri (8.76)

Arion frá Eystra-Fróðholti (8.91)

Vilmundur frá Feti (8.56)

  • Fæðingarnúmer IS2002286909
  • Kynbótamat 110
  • Faðir Roði frá Múla (8.07)
  • Móðir Vofa frá Engihlíð (7.63)