/ by /   Fréttir / 0 comments

Kreppa byrjar vel

Kreppa frá Feti byrjar vel sem ræktunarhryssa. Tvær fyrstu dætur hennar, fjögra vetra og fimm vetra,  voru sýndar í sumar í kynbótasýningu og hlutu þær báðar fyrstu verðlaun. Vill svo skemmtilega til að þær eru alsystur undan Kiljan frá Steinnesi, þær eru þó frekar ólíkar – önnur klárhryssa en hin alhliðahryssa. Kreppa sjálf er sýnd sem alhliðahryssa og hlaut 8,23 í aðaleinkun 5 vetra gömul á Landsmóti 2011. Hún fékk 9 fyrir háls og brokk, 8,5 tölt, vilja og fegurð og 7,5 fyrir skeið.

Kilja frá Feti er 5 vetra gömul klárhryssa sem fékk 8,11 fyrir byggingu og 8,08 fyrir hæfileika. Hún fékk 9 fyrir tölt, stökk, vilja og fegurð í reið og 9,5 fyrir hægt stökk. Kilja er framfalleg og flink klárhyssa sem stefnt er með í keppni á næstu árum.  

 

Mekkín er 4 vetra gömul alhliðahyssa, hún fékk 8,42 fyrir byggingu, 9 fyrir háls og réttleika og 7,78 fyrir hæfileika, 8 fyrir tölt og brokk, 7 fyrir skeið, 8,5 fyrir hægt tölt, stökk og vilja. Í aðaleinkun hlaut hún 8,04. Mekkín er efnileg alhliðahryssa sem verður spennandi að halda áfram með næsta vetur.

 

 

SHARE THIS