/ by /   Fréttir / 0 comments

Kynbótaárið 2018

Nú þegar sýningarárinu er lokið er gaman að líta yfir árangur Fetshrossanna á árinu. Árið 2018 voru 16 hross sýnd frá Feti. Meðalaldur þeirra var 5,2 ár og meðaltal aðaleinkunnar 8.14. Voru það sjö 5 vetra hross sem voru sýnd en sex af þeim fóru í 1. verðlaun. 14 hrossanna hlutu 1. verðlaun fyrir byggingu og 11 þeirra hlutu 1. verðlaun í aðaleinkunn. Af þessum hópi voru sex klárhross.

Gaman er að geta þess að samtals fengu hrossin frá Feti fimm sinnum 9.5 fyrir einhvern eiginlega í kynbótadómi. Kilja, 6 vetra hlaut 9.5 fyrir tölt og hægt stökk, Fenrir, 4 vetra hlaut 9.5 fyrir fegurð í reið og vilja og geðslag og Dröfn, 4 vetra hlaut 9.5 fyrir höfuð. Einnig hlaut Fenrir frá Feti 10 fyrir hægt stökk.

drofn-feti-litil-qp9a0102Dröfn frá Feti – 4 vetra Ómsdóttir hlaut 9.5 fyrir höfuð

Af níum má geta þess að í heildina fengu hrossin frá Feti 37 sinnum töluna 9 :
5x fyrir tölt
4x fyrir vilja og geðslag
3x fyrir fegurð í reið
6x fyrir háls, herðar og bóga

Landsmótið í Víðidal stendur að venju upp úr eftir sumarið og toppurinn á árinu var þegar Sigyn stóð efst í 5 vetra flokk hryssna. Hún sprakk sannarlega út á Landsmótinu og hækkaði sig um 17 kommur í aðaleinkunn. Hlaut hún sex 9: fyrir tölt, skeið, vilja og geðslag, háls og herðar, bak og lend og samræmi. Hún er jafnframt hæst dæmda hrossið frá Feti í ár. 
Sigyn hefur alltaf verið eftirtektarvert tryppi, lét vel sér í stóðinu og er mikil drottning á húsi. Hún er viljabomba, enda getuhross á öllum gangi, með úrvals tölt og skeið. Nú er hún komin í nýtt hlutverk sem ræktunarhryssa á búinu og hlökkum við mikið til að afkvæmi undan svona einstakri hryssu. 

Að Sigyn standa afar öflugar ættir en móðir hennar, Vigdís frá Feti stóð efst í flokki 6 vetra hryssna fyrir 20 árum síðan, árið 1998 með 8.36 í aðaleinkunn. Hún hlaut svo heiðursverðlaun fyrir afkvæmi árið 2006. Sigyn á níu 1. verðlauna systkini og er m.a. sammæðra Vilmundi frá Feti og Arndísi frá Feti, sem bæði hafa hlotið heiðursverðlaun fyrir afkvæmi, Vilmundur árið 2014 og Arndís nú í ár.
Faðir Sigynar, Ómur frá Kvistum tók einnig við heiðursverðlaunum á Landsmótinu nú í ár og var sjálfur efstur 5 vetra stóðhesta á Landsmóti fyrir 10 árum síðan, árið 2008 á Hellu með 8.61 í aðaleinkunn. 

sigyn-feti-litil-qp9a0906Sigyn frá Feti – 5 vetra sigraði sinn flokk á Landsmóti

Tvær klárhryssur fóru síðan yfir 8.30 í aðaleinkunn, þær Kilja og Gerpla frá Feti. Báðar eru þær skefmiklar og hágengar með mikla stökkgetu. Þær verða áfram á járnum næsta vetur og stefnan tekin á hringvöllinn.

kilja-feti-litil-qp9a2611

Kilja frá Feti – 6 vetra gömul hlaut 9.5 fyrir tölt

Síðastur en alls ekki sístur er Fenrir frá Feti, en óhætt er að segja að hafi slegið í gegn á Landsmótinu. Hann hlaut 8.37 í aðaleinkunn sem 4 vetra klárhestur og endaði í 2. sæti í flokknum. Hann er undan Loka frá Selfossi og Fljóð frá Feti, sem er undan Gauta frá Reykjavík og Frá frá Feti. Loki hefur sýnt það og sannað að hann er meðal fremstu klárhesta á landinu, enda búinn að sigra B-flokk á Landsmóti og blanda sér í toppbaráttuna ár eftir ár.

Fenrir er afar vel skapaður hestur, stór og öflugur með úrvals gangtegundir. Á Landsmótinu fékk hann hæfileikaeinkunn upp á 8.39. Eigandi er Ármann Sverrisson, sem jafnframt er eigandi föður Fenris, Loka frá Selfossi.

fenrir-feti-litil-qp9a3954Fenrir frá Feti – 4 vetra hlaut 10 fyrir hægt stökk

Sýnd hross frá Feti árið 2018 :

7 vetra og eldri hryssur
IS2011286907 – Kolka frá Feti   S: 8.1   H: 8.34   A: 8.25
F. Kiljan frá Steinnesi    M. Kapítóla frá Feti
Sýning : Vorsýning í Verden í Þýskalandi
Sýnandi : Sigurður Narfi Birgisson
Eigandi : Carola Krokowski
 
IS2011286910 – Gerpla frá Feti   S: 8.36   H: 8.27   A. 8.31
F. Dugur frá Þúfu í Landeyjum    M. Svartfjöður frá Feti
Sýning : Vorsýning Gaddstaðaflötum á Hellu – fyrri vika 4. til 8. júní 2018
Sýnandi : Ólafur Andri Guðmundsson
Eigandi : Fet ehf.
 
6 vetra hryssur
IS2012286903 – Kilja frá Feti    S: 8.33   H: 8.33    A: 8.33
F. Kiljan frá Steinnesi    M. Kreppa frá Feti
Sýning : Vorsýning Gaddstaðaflötum v. Hellu – seinni vika 11. til 15. júní 2018
Sýnandi : Bylgja Gauksdóttir
Eigandi : Fet ehf
Landsmót í Víðidal :  S: 8.33    H: 8.26    A: 8.29
 
IS2012286910 – Brana frá Feti    S: 8.35   H: 8.1    A: 8.2
F. Héðinn frá Feti    M. Fingurbjörg frá Feti
Sýning : Vorsýning Gaddstaðaflötum v. Hellu – fyrri vika 4. til 8. júní 2018
Sýnandi : Ólafur Andri Guðmundsson
Eigandi : Johannes AmplatzIS2012286902 – Iðunn frá Feti    S: 7.89   H: 7.76   A: 7.81
F. Orri frá Þúfu í Landeyjum   M. Vonin frá Feti
Sýning : Síðsumarssýning á Gaddstaðaflötum við Hellu 20. til 24. ágúst 2018
Sýnandi : Viðar Ingólfsson
Eigandi : Ólafur Ingi Sigurmundsson og Rúnar Geir Ólafsson5 vetra hryssur
IS2013286901 – Sigyn frá Feti    S: 8.48    H: 8.34    A: 8.39
F. Ómur frá Kvistum    M. Vigdís frá Feti
Sýning : Vorsýning Gaddstaðaflötum v. Hellu – fyrri vika 4. til 8. júní 2018
Sýnandi : Ólafur Andri Guðmundsson
Eigandi : Fet ehf
Landsmót í Víðidal 2018 :  S: 8.48    H: 8.62    A: 8.56
Sigurvegari í flokki 5 vetra hryssnaIS2013286907 – Mekkín frá Feti    S: 8.46    H: 8.24    A: 8.33
F. Kiljan frá Steinnesi    M. Kreppa frá Feti
Sýning : Vorsýning Gaddstaðaflötum v. Hellu – fyrri vika 4. til 8. júní 2018
Sýnandi : Ólafur Andri Guðmundsson
Eigandi : Fet ehfIS2013286908 – Gefn frá Feti    S: 8.27    H: 8.06    A: 8.14
F. Adam frá Ásmundarstöðum    M. Gjöf frá Feti
Sýning : Vorsýning Gaddstaðaflötum v. Hellu – fyrri vika 4. til 8. júní 2018
Sýnandi : Ólafur Andri Guðmundsson
Eigandi : Fet ehfIS2013286910 – Malín frá Feti    S: 7.92    H: 8.28    A: 8.14
F. Kiljan frá Steinnesi    M. Ösp frá Háholti
Sýning : Vorsýning Gaddstaðaflötum v. Hellu – seinni vika 11. til 15. júní.2018
Sýnandi : Ólafur Andri Guðmundsson
Eigandi : Fet ehf

IS2013286903 – María Hlín frá Feti    S: 8.31    H: 7.87    A: 8.05
F. Kiljan frá Steinnesi    M. Edda frá Feti
Sýning : Vorsýning Gaddstaðaflötum v. Hellu – fyrri vika 4. til 8. júní 2018
Sýnandi : Ólafur Andri Guðmundsson
Eigandi : Fet ehf

IS2013286916 – Vakning frá Feti    S: 8.01    H: 8.05    A: 8.04
F. Kiljan frá Steinnesi    M. Gréta frá Feti
Sýning : Síðsumarssýning á Gaddstaðaflötum við Hellu 20. til 24. ágúst 2018
Sýnandi : Bylgja Gauksdóttir
Eigandi : Fet ehf

4 vetra hryssur
IS2014286902 – Dröfn frá Feti    S: 8.18    H: 7.83    A: 7.97
F. Ómur frá Kvistum    M. Kreppa frá Feti
Sýning : Vorsýning Gaddstaðaflötum v. Hellu – seinni vika 11. til 15. júní 2018
Sýnandi : Ólafur Andri Guðmundsson
Eigandi : Fet ehf

IS2014286907 – Dáð frá Feti    S: 8.13    H: 7.68    A: 7.86
F. Jarl frá Árbæjarhjáleigu II    M. Edda frá Feti
Sýning : Vorsýning Gaddstaðaflötum v. Hellu – seinni vika 11. til 15. júní 2018
Sýnandi : Ólafur Andri Guðmundsson
Eigandi : Fet ehf

5 vetra stóðhestar
IS2013186903 – Njörður frá Feti    S: 8.19    H: 7.71    A: 7.9
F. Ómur frá Kvistum    M. Arndís frá Feti
Sýning : Vorsýning Gaddstaðaflötum v. Hellu – fyrri vika 4. til 8. júní 2018
Sýnandi : Ólafur Andri Guðmundsson
Eigandi : TR Hestar ehf.

4 vetra stóðhestar
IS2014186901 – Andri frá Feti    S: 8.14    H: 7.85    A: 7.97
F. Stáli frá Kjarri    M. Jónína frá Feti
Sýning : Vorsýning Gaddstaðaflötum v. Hellu – fyrri vika 4. til 8. júní 2018
Sýnandi : Ólafur Andri Guðmundsson
Eigandi : Fet ehf

IS2014186903 – Fenrir frá Feti    S: 8.33    H: 8.01    A: 8.14
F. Loki frá Selfossi    M. Fljóð frá Feti
Sýning : Vorsýning Gaddstaðaflötum v. Hellu – seinni vika 11. til 15. júní 2018
Sýnandi : Árni Björn Pálsson
Eigandi : Ármann Sverrisson
Landsmót í Víðidal 2018 :  S: 8.33    H: 8.39    A: 8.37

SHARE THIS