/ by /   Fréttir / 0 comments

Litið yfir farinn veg á árinu 2020

Árið 2020 var sannarlega óvenjulegt að mörgu leyti en sem betur fer nutum við þeirra forréttinda hér á Feti að geta haldið starfseminni nokkurn veginn í eðlilegu horfi. Vorið og sumarið voru að venju annasamasti tíminn, þar sem uppskera vetrarins kom í ljós. 16 hross voru sýnd í fullnaðardóm frá Feti á árinu 2020 en 10 þeirra voru í eigu búsins þegar þau voru sýnd.

Fyrsta af hryssunum má nefna Gefn frá Feti, 7 vetra undan Adam frá Ásmundarstöðum og Gjöf frá Feti. Hún hlaut 8.50 fyrir hæfileika (þar af 9 fyrir tölt, hægt stökk og fegurð í reið), 8,41 fyrir byggingu (þar af 9.5 fyrir háls, herðar og bóga) og því 8.47 í aðaleinkunn. Til gamans má geta að hún hlaut 8.77 fyrir hæfileika án skeiðs. Gefn kom fram á Landssýningu kynbótahrossa á Hellu í flokki hryssna 7 vetra og eldri og var þar í 9. sæti. Hún er sannkallað hestagull, bráðmyndarleg og stór (151 á stöng) og einstaklega fasmikil. Við hlökkum til að fá fyrsta folaldið undan henni í vor en hún er fylfull við Ský frá Skálakoti

gefn-feti-stor-qp9a6178
Gefn frá Feti

Gerpla, 9 vetra undan Dug frá Þúfu í Landeyjum og Svörtufjöður frá Feti hlaut 8.28 í aðaleinkunn. Hlaut hún 8.35 fyrir byggingu (þar af 9 fyrir háls, herðar og bóga og hófa) og 8.24 fyrir hæfileika (þar af 9.5 fyrir hægt tölt og 9 fyrir tölt, brokk,  samstarfsvilja og fegurð í reið). Gerpla er klárhryssa svo gaman er að minnast á hæfileikaeinkunnina hennar án skeiðs, sem er 8.83. Hún hefur jafnframt komið fram í keppni en vegna Covid var minna um það árið 2020 en til stóð. Hún er nú komin í hóp ræktunarmeranna á Feti en hún fór undir Arionssoninn Draum frá Feti sem sagt verður frá hérna neðar.

gerpla-feti-stor-qp9a3895Gerpla frá Feti

Malín, 7 vetra undan Kiljan frá Steinnesi og heiðursverðlaunahryssunni Ösp frá Háholti hlaut 8.31 í aðaleinkunn. Fékk hún 7.95 fyrir byggingu og 8.50 fyrir hæfileika (þar af 9 fyrir brokk og samstarfsvilja). Malín er jöfn alhliða hryssa sem einnig bættist við ræktunarhryssur búsins en hún fór undir Þráinn frá Flagbjarnarholti.

malin-feti-stor-qp9a2354

Malín frá Feti

Dröfn, 6 vetra undan Óm frá Kvistum og Kreppu frá Feti hlaut 8.25 í aðaleinkunn. Hún er fasmikil klárhryssa sem hlaut 8.36 fyrir byggingu (þar af 9.5 fyrir höfuð og 9 fyrir samræmi) og 8.19 fyrir hæfileika (þar af 9.5 fyrir tölt og samstarfsvilja og 9 fyrir fegurð í reið og hægt tölt). Fyrir hæfileika án skeiðs er hún því með 8.77.

drofn-feti-stor-qp9a4928Dröfn frá Feti

Þá fóru tvær 5 vetra hryssur einnig í dóm. Ilmur, undan Eld frá Torfunesi og Grétu frá Feti hlaut 7.98 í aðaleinkunn. Fékk hún 7.74 fyrir byggingu (þar af 9 fyrir fótagerð) og 8.10 fyrir hæfileika (þar af 9 fyrir tölt). Hæfileikaeinkunn án skeiðs er 8.39.

Einnig var það Bylgja, undan Eril frá Einhamri og Aþenu frá Feti. Hún hlaut 7.95 í aðaleinkunn, 8.26 fyrir byggingu (þar af 9 fyrir háls, herðar og bóga og bak og lend) og 7.78 fyrir hæfileika en 8.29 fyrir hæfileika án skeiðs.

ilmur-feti-stor-qp9a2513Ilmur frá Feti

Fjórir stóðhestar í eigu búsins fóru jafnframt í dóm. Andri frá Feti, 6 vetra undan Stála frá Kjarri og Jónínu hlaut 8.35 í aðaleinkunn, 8.48 fyrir byggingu (þar af 9 fyrir bak og lend, samræmi og hófa) og 8.28 fyrir hæfileika. Andri er jafn alhliða hestur sem var seldur í haust.

andri-feti-stor-qp9a5881Andri frá Feti

Draumur, 5 vetra einnig undan Jónínu og Arion frá Eystra-Fróðholti fór í góðan klárhestadóm en hann hlaut 8.11 í aðaleinkunn. Hlaut hann 8.07 fyrir byggingu (þar af 9 fyrir hófa) og 8.12 fyrir hæfileika en 8.69 fyrir hæfileika án skeiðs (þar af 9.5 fyrir tölt og 9 fyrir samstarfsvilja, fegurð í reið og hægt tölt). Draumur er hestur sem við erum spennt að fylgja eftir í framtíðinni.

draumur-feti-stor-qp9a2726Draumur frá Feti

Tveir aðrir 5 vetra stóðhestar fóru einnig í dóm en það voru Háski, undan Arion frá Eystra-Fróðholti og Kreppu frá Feti og Galdur, undan Óm frá Kvistum og Emilíu frá Feti. Háski hlaut 7.95 í aðaleinkunn, 8.13 fyrir byggingu og 7.85 fyrir hæfileika en 8.36 fyrir hæfileika án skeiðs (þar af 9 fyrir samstarfsvilja). Galdur er jafn alhliða hestur sem hlaut 8.03 í aðaleinkunn, 8.04 fyrir byggingu og 8.02 fyrir hæfileika.

haski-feti-stor-qp9a0338Háski frá Feti

galdur-feti-litil-qp9a6312Galdur frá Feti

Átta önnur hross sem ekki eru lengur í eigu búsins fóru í góða dóma en má þar helst nefna Fenri frá Feti sem er afburða klárhestur undan Loka frá Selfossi og Fljóð frá Feti. Eins og flestir vita hlaut hann 8.57 í aðaleinkunn í sumar, enda afar vel skapaður með 8.69 fyrir byggingu og 8.51 fyrir hæfileika en 9.15 fyrir hæfileika sem klárhestur.

fenrir-feti-stor-qp9a5815Fenrir frá Feti – er m.a. með 10 fyrir hægt stökk

Fet hlaut einnig þann heiður í tuttugasta sinn að vera tilnefnt sem ræktunarbú ársins sem er að sjálfsögðu afar verðmæt viðurkenning á starfinu.

Það fæddust 19 folöld á Feti árið 2020 undan mörgum frábærum stóðhestum. Flest folöldin eru undan Þráni frá Flagbjarnarholti og Viðari frá Skeiðvöllum en jafnframt undan Útherja frá Blesastöðum, Jarli frá Árbæjarhjáleigu, Ský frá Skálakoti, Trymbli frá Stóra-Ási, Kveik frá Stangarlæk og Herkúlesi frá Ragnheiðarstöðum.

Nú er komið nýtt ár og við hlökkum til að takast á við 2021, með von um að lífið verði komið í talsvert eðlilegra horf þegar nær líður að vori!

SHARE THIS