/ by /   Fréttir / 0 comments

Vetur 2018

Nú er veturinn byrjaður á Feti, stórt á framundan en Landsmót verður í sumar í Reykjavík og auðvitað stefnum við þangað með nokkur hross. Í haust tömdum við 9 hryssur og 5 stóðhesta frá Feti. Þau voru undan Stála frá Kjarri, Aðli frá Nýjabæ, Óm frá Kvistum, Jarli frá Árbæjarhjáleigu, Orra frá Þúfu og Eld frá Torfunesi. Við erum mjög ánægð með þennan hóp og bindum við miklar vonir við nokkur tryppi í þessum hóp.

Einnig eru komnar inn Sigyn frá Feti (8.30) og Mekkín frá Feti (8.04) sem eru að fara á fimmta vetur og fara þær mjög vel af stað.

Yfirþjálfarinn í vetur er Ólafur Andri en Bylgja er í fæðingarorlofi þar sem þau eignuðust son 2. desember síðastliðinn. Hún fylgist þó með á hliðarlínunni en venja þarf soninn strax við hestana. Bylgja sér um þjálfunina á Kilju frá Feti (8.09) en þær stefna saman á keppnisbrautina í vor og sumar. Með Óla í hesthúsinu eru Guðbjörn Tryggvason, sem sér um að gefa útigangi ásamt því að temja. Einnig verða Vera Schneiderchen frá Þýskalandi og Stella von Schulthess frá Sviss, hjá okkur í vetur og sumar.

hesthus-qp9a0096

SHARE THIS