Fet Horsebreeding

RÆKTUNIN Á FETI

 

Hrossaræktarbúið á Feti er þátttakandi í gæðavottunarkerfi Landgræðslunnar og öll hross eru frost- og örmerkt og skráð í gagnagrunninn Worldfeng.

Fjöldi þekkra keppnis- og kynbótahrossa frá Feti koma fram árlega. Búið hefur, eitt hrossaræktarbúa á Íslandi, verið tilnefnt sem “Ræktunarbú ársins” tuttugu sinnum og hlotið titilinn þrisvar sinnum, árið 1998, 2004 og 2007

Á búinu fæðast um 25 folöld á ári en flest hrossin eru sýnd 4 eða 5 vetra gömul.

 

 


Ræktunarmarkmiðið á Feti
er að rækta framfalleg sköruleg hross með framgöngu sem eftir er tekið.

Gangtegundir skulu vera vel aðskildar með áherslu á tölt, það er ekki aðalatriði hvort hrossin séu með skeiði eða ekki.

Geðslagið skal vera meðfærilegt þannig að knapi á hæsta stigi geti krafið það til afkasta en jafnframt að frístundareiðmenn geti notið þeirra sem góðra reiðhrossa.

 

  • Sjá allt
  • Eldri ræktunarmerar
  • Ræktunarmerar
Minný frá Feti
Minný frá Feti
Ræktunarmerar
Aþena frá Feti
Aþena frá Feti
Ræktunarmerar
Vordís frá Þúfu í Kjós
Vordís frá Þúfu í Kjós
Eldri ræktunarmerar
Ösp frá Háholti
Ösp frá Háholti
Eldri ræktunarmerar